Sjónvarp 365 appið færir þér þínar sjónvarpsáskriftir hjá 365 beint í æð. Appið veitir þér aðgang að dagskrá sjónvarpsstöðva, Stöð 2 Maraþon efnið í HD gæðum, aðgang að tímaflakki og frelsi. Þú getur horft á sjónvarpsþætti, kvikmyndir, barnaefni, íþróttir, frétta- og umræðuþætti hvar og hvenær sem er.Appið er aðgengilegt sjónvarpsáskrifendum 365 að Stöð 2, Stöð 3, Bíostöðinni, Gullstöðinni, Krakkastöðinni, Golfstöðinni og Stöð 2 Sport ásamt hliðarrásum Stöð 2 Sport 2, 3, 4.
Mánaðargjald fyrir notkun appsins er 990 kr. Viðskiptavinir 365 með eina af eftirtöldum sjónvarpsáskriftum, Skemmtipakkinn, Sportpakkinn, Stóripakkinn, Risapakkinn og Golfstöðin fá Sjónvarp 365 appið á 0 kr. á mánuði.
Sjónvarp 365 appið er knúið af OZ.